Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. janúar 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Emelía á reynslu hjá Kristianstad - „Vona að við getum samið við hana"
Emelía Óskarsdóttir í leik með Gróttu
Emelía Óskarsdóttir í leik með Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Emelía Óskarsdóttir, leikmaður Gróttu, er þessa dagana á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad en þetta kemur fram í Kristianstadsbladet.

Emelía er 15 ára gömul og hefur verið að skora reglulega með unglingaliðum Ballerup-Skovlande í Danmörku en á sumrin hefur hún verið að spila með Gróttu.

Hún spilaði 12 leiki í Lengjudeildinni með Gróttu árið 2020 og skoraði eitt mark og þá á hún fimm leiki og eitt mark fyrir yngri landslið Íslands.

Emelía æfir þessa dagana með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Hún vonast til að semja við Emelíu.

„Þetta er ótrúlega spennandi framherji sem ég vona að við getum samið við," sagði Elísabet við Kristianstadsbladet.

Emelía er dóttir Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks og þá er bróðir hennar, Orri Steinn, á mála hjá FCK í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner