Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HK fær bandarískan markvörð (Staðfest)
Mynd: HK
Payton Woodward hefur skrifað undir samning við HK og mun hún spila með liðinu á komandi tímabili.

Hún er 23 ára markvörður frá Bandaríkjunum. Payton spilaði í háskólaboltanum í heimalandinu fyrir University of Arkansas og Villanova University.


Úr tilkynningu HK:
Hún er 175 cm á hæð og sannur íþróttamaður. Góð að verja, grípur vel, örugg á boltann og sterkur leiðtogi. Við bindum miklar vonir við hana í sumar.

Hún er ekki eini leikmaðurinn sem hefur leikið með háskólaliði Villanova og spilar með HK því Viktor Helgi Benediktsson er leikmaður karlaliðsins.

HK endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og varði Sara Mjöll Jóhannsdóttir þá mark liðsins. Sara er áfram samningsbundin HK.

Guðni Þór Einarsson er þjálfari liðsins og Gylfi Tryggvason er aðstoðarmaður hans. HK á leik gegn ÍA í Lengjubikarnum klukkan 18:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner