Liverpool vill Barcola - Sane kominn til Tyrklands - Villa, Newcastle og Tottenham hafa áhuga á Sancho
   þri 10. júní 2025 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jobe Bellingham til Dortmund (Staðfest)
Mynd: Dortmund
Enski miðjumaðurinn Jobe Bellingham, hefur fylgt í fótspor eldri bróður síns, Jude, með því að ganga í raðir Borussia Dortmund. Dortmund kaupir Jobe frá Sunderland en einungis nokkur ár eru frá því að Dortmund keypti Jude frá Birmingham og varð hann að stórstjörnu hjá þýska félaginu.

Dortmund greiðir 27,8 milljónir punda fyrir Jobe og getur sú upphæð hækkað upp í 32 milljónir punda sem gerir hann að metsölu fyrir Sunderland.

Miðjumaðurinn skrifar undir fimm ára samning og mun hann spila í treyju númer 77 á HM félagsliða í sumar.

Ef bæði Real Madrid og Dortmund vinna sína riðla á HM og vinna leiki sína í 16-liða úrslitum, þá munu þau mætast í 8-liða úrslitunum. Jude var keyptur til Real Madrid frá Dortmund sumarið 2023.

Jobe verður tvítugur í september. Hann er enskur U21 landsliðsmaður sem kom til Sunderland frá Birmingham árið 2023.

Athugasemdir
banner