fim 10. október 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Hvað þarf að bæta úr fyrri leiknum gegn Frökkum?
Icelandair
Gylfi í leiknum gegn Frökkum í mars.
Gylfi í leiknum gegn Frökkum í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland steinlá 4-0 gegn heimsmeisturum Frökkum í París í mars síðastliðnum þegar liðin áttust við í undankeppni EM. Frakkar koma í heimsókn á Laugardalsvöll á morgun klukkan 18:45.

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði í leiknum á morgun, voru spurðir að því á fréttamannafundi í dag hvað þurfi að breytast síðan í fyrri leiknum.

„Við töpuðum 4-0 svo við þurfum augljóslega að verjast betur. Þetta var leikur þar sem við spiluðum ekki eins og við eigum að gera. Allt sem við tengjum liðið við okkar við var ekki til staðar. Frakkar spiluðu mjög vel en á sama tíma vorum við mjög lélegir. Ég er nokkuð viss um að þetta verður ekki eins á morgun," sagði Gylfi á frétattamannafundi í dag.

„Við þurfum að bæta okkur í öllum þáttum leiksins frá því í þem leik. Við spiluðum ekki vel en Frakkar voru góðir. Við gerðum ekki það sem við eigum að gera,">/I> sagði Hamren.

„Stærsta breytingin hjá okkur þarf að vera trúin á að við getum gert þetta. Það er mikilvægast. Við þurfum að hafa trú á að við getum gert þetta."
Athugasemdir
banner
banner