Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. apríl 2021 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sonny mjög heppinn að faðir hans er betri manneskja en Ole"
Mourinho og Solskjær í samræðum á hliðarlínunni.
Mourinho og Solskjær í samræðum á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Son lá í jörðinni.
Son lá í jörðinni.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær gagnrýndi Son Heung-min, leikmann Tottenham, harðlega eftir sigur Manchester United á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í fyrri hálfleiknum. Edinson Cavani skoraði en markið var dæmt af eftir VAR-skoðun. Það var metið sem svo að Scott McTominay hefði brotið á Son í aðdragandanum.

Hægt er að sjá hvers vegna markið var dæmt af með því að smella hérna. McTominay var á gulu spjaldi en fékk ekki seina gula spjaldið.

Stuðningsmenn Man Utd voru allt annað en sáttir með þetta.

Son lá í jörðinni eftir atvik en hann hefur verið nokkuð verið gagnrýndur fyrir það.

Solskjær var harðorður eftir leikinn. „Þetta var fullkomlega löglegt mark. Ég verð að segja að ef sonur minn liggur svona í þrjár mínútur eftir svona högg og þarf tíu vini sína til að hjálpa sér upp, þá fær hann ekki að borða. Við vorum ekki blekktir, dómarinn var það."

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, svaraði þessum ummælum með því að segja:

„Sonny er mjög heppinn að faðir hans er betri manneskja en Ole. Sem faðir þá þarftu alltaf að gefa börnum þínum að borða, það skiptir ekki máli hvað þau gera. Þú þarft samt að gefa börnum þínum að borða."

Mourinho sagðist vera mjög vonsvikinn með ummæli Solskjær.


Athugasemdir
banner
banner
banner