Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 11. júlí 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona minnkar forystu Real Madrid í eitt stig
Artur Vidal skoraði sigurmark Barcelona
Artur Vidal skoraði sigurmark Barcelona
Mynd: Getty Images
Titilbaráttan á Spáni er vel á lífi eftir að Barcelona lagði Real Valladolid 1-0 í kvöld. Barcelona er nú aðeins einu stigi á eftir Real Madrid.

Real Madrid var með fjögurra stiga forystu fyrir leikinn í kvöld en Arturo Vidal sá til þess að Börsunga myndi ná í þrjú stig í dag.

Hann gerði sigurmarkið á 15. mínútu og er nú aðeins eitt stig á milli liðanna en Real Madrid á leik til góða.

Madrídingar mæta Granada á útivelli á mánudaginn. Það virðist þó fátt koma í veg fyrir að liðið verði meistari. Real Madrid mætir síðan Villarreal á heimavelli og Leganes á útivelli í lokaumferðinni og ljóst að Barcelona þarf á kraftaverki að halda til að vinna deildina.

Osasuna van þá Celta Vigo 2-1. Santi Mina kom gestunum í Celta yfir á 10. mínútu áður en Enric Gallego jafnaði metin. Jose Arnaiz reyndist svo hetja Osasuna í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Úrslit og markaskorarar:

Osasuna 2 - 1 Celta
0-1 Santi Mina ('10 )
1-1 Enric Gallego ('23 )
2-1 Jose Arnaiz ('90 )

Valladolid 0 - 1 Barcelona
0-1 Arturo Vidal ('15 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner