Ítalska félagið Juventus er tilbúið að bjóða Memphis Depay, sóknarmanni Barcelona, tveggja ára samning ef hann getur losað sig frá spænska félaginu. Það er Sky á Ítalíu sem greinir frá.
Hollendingurinn, sem er 28 ára gamall, á eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona og liðið er opið fyrir þeim möguleika að hleypa honum í burtu á frjálsri sölu.
Áhugi Chelsea á Pierre-Emerick Aubameyang gerir málið aðeins flóknara því Barca er ekki til í að missa bæði Aubameyang og Memphis.
Ef Aubameyang fer þá væri Barcelona ekki tilbúið að losa Memphis og því þyrfti Juventus að leita annað eftir framherja við hlið Dusan Vlahovic.
Það gæti verið Arkadiusz Milik sem er á mála hjá Marseille og þá hefur Anthony Martial hjá Manchester United einnig verið nefndur til sögunnar.
Sjá einnig:
Barca vill losna við Memphis eða Aubameyang
Athugasemdir