Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   sun 11. desember 2022 21:49
Brynjar Ingi Erluson
Kolbeinn lagði upp sigurmark Lommel - Fjórir sigrar í röð
Kolbeinn Þórðarson hefur verið frábær í liði Lommel
Kolbeinn Þórðarson hefur verið frábær í liði Lommel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Þórðarson lagði upp eina mark Lommel í kvöld er liðið lagði Deinze, 1-0, í belgísku B-deildinni. Þetta var fjórði sigur Lommel í röð.

Íslenski U21 árs landsliðsmaðurinn hefur verið á miklu flugi með Lommel og reynst dýrmætur í sóknarleiknum en hann átti stóran þátt í sigri liðsins í kvöld.

Hann lagði upp sigurmarkið á 88. mínútu leiksins og tryggði þannig fjórða sigurinn í röð. Kolbeinn lék allan leikinn.

Lommel er á góðri leið með að blanda sér í toppbaráttuna en liðið er nú í 5. sæti með 27 stig, aðeins átta stigum á eftir toppliði Beerschot.

Nökkvi Þeyr Þórisson var í byrjunarliði Beerschot sem vann U23 ára lið St. Liege, 1-0. Nökkvi fór af velli á 84. mínútu leiksins. Beerschot er með 35 stig á toppnum.
Athugasemdir