Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   mið 11. desember 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti farið frítt ef Barcelona tekst ekki að skrá hann
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: EPA
Enn eina ferðina er Barcelona í vandræðum með að skrá leikmenn vegna fjárhagsvandræða.

Núna segir Mundo Deportivo frá því að félagið sé í kapphlaupi við tímann við að skrá Dani Olmo í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins.

Olmo var keyptur til Barcelona frá RB Leipzig síðasta sumar og er hann mikilvægur hluti af leikmannahópi liðsins.

Það er sérstakt fjárhagsþak á Spáni sem Barcelona þarf að vera undir en félagið fékk sérstaka undanþágu síðasta sumar til þess að skrá Olmo en undanþágan gildir bara til áramóta.

Félagið þarf að finna lausnir þegar nýtt ár hefst en samkvæmt spænskum félagið er trú til staðar hjá Barcelona að það takist.

Ef ekki tekst að fá leyfi fyrir Olmo, þá getur hann farið frítt frá félaginu en það er klásúla í samningi hans um það.
Athugasemdir
banner
banner