Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   sun 12. janúar 2025 15:58
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Bjarki og Mikael töpuðu naumlega fyrir meisturunum
Íslendingalið Venezia tapaði fyrir Ítalíumeisturum Inter, 1-0, í Seríu A í dag.

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson byrjaði hjá Venezia í dag og þótti standa sig nokkuð vel á meðan Bjarki Steinn Bjarkason kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Ítalski varnarmaðurinn Matteo Darmian skoraði eina mark gestanna á 16. mínútu er hann hirti frákast í teignum. Lautaro Martínez átti skot sem Filip Stankovic varði til hægri á Darmian sem var ekki í neinum vandræðum með að skora.

Inter fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og er því nú með 43 stig, stigi á eftir Napoli en Venezia er í næst neðsta sæti með 14 stig.

Danski landsliðsmaðurinn Morten Frendrup skoraði þá sigurmark Genoa í 1-0 sigrinum á Parma. Sigurmarkið gerði hann á 65. mínútu.

Frendrup fékk boltann vinstra megin í teignum og lét vaða, en boltinn hrökk af varnarmanni og hátt upp í loftið áður en hann datt síðan í fjærhorninu.

Genoa er taplaust í síðustu þremur leikjum og er nú í 11. sæti með 23 stig en Parma í 17. sæti með 19 stig.

Genoa 1 - 0 Parma
1-0 Morten Frendrup ('65 )

Venezia 0 - 1 Inter
0-1 Matteo Darmian ('16 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner