sun 12. mars 2023 11:44
Brynjar Ingi Erluson
Rooney að fá miðjumann Forest á láni
Mynd: Nottingham Forest
Enski miðjumaðurinn Lewis O'Brien er á leið til bandaríska félagsins D.C. United á láni en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag.

O'Brien, sem er 24 ára gamall, kom til Forest frá Huddersfield Town á síðasta ári.

Hann hefur spilað 17 leiki og skorað 1 mark á tímabilinu. O'Brien var fastamaður í byrjun leiktíðar en missti sæti sitt þegar það leið á tímabilið.

Miðjumaðurinn reyndi að komast til Blackburn Rovers á láni í janúar en pappírarnir skiluðu sér seint og fóru því skiptin ekki í gegn. Hann var þá ekki valinn í 25-manna leikmannahóp Forest fyrir síðari hluta deildarinnar.

Washington Post greindi frá því í gær að O'Brien væri nú á leið til D.C. United í MLS-deildinni. Félögin hafa komist að samkomulagi og mun O'Brien fara í læknisskoðun á morgun, en hann mun fara á láni fram að sumri.

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er þjálfari D.C. United. Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er þá á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner