Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 12. júní 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen talaði við liðsfélaga sína
Mynd: EPA
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu.

Christian Eriksen hneig til jarðar undir lok fyrri hálfleiks. Leikmenn, dómarar og sjúkrastarfsmenn voru fljótir að bregðast við og sem betur fer náðist að bjarga lífi Eriksen.

Hann var fluttur á spítala og er hann núna vakandi og með meðvitund.

Samkvæmt Peter Møller, formanni danska knattspyrnusambandsins, þá ræddi Eriksen við liðsfélaga sína áður en þeir fóru út á völl. Møller segir að leikmenn séu að spila fyrir Eriksen.

ZDF í Þýskalandi sagði frá því að Eriksen hefði rætt við liðsfélaga sína á Facetime og beðið þá um að spila leikinn þar sem honum líður betur núna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner