Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 12. júní 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ajax vill fá markmann frá Liverpool
Mynd: EPA
Ajax er í leit að markmanni en félagið vill fá pólska markmanninn Vitezslav Jaros frá Liverpool á láni.

Jaros er 23 ára gamall en hann hefur verið í herbúðum Liverpool frá 2017. Hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum, báðum á síðustu leiktíð.

John Heitinga, fyrrum aðstoðarmaður Arne Slot hjá Liverpool, er orðinn þjálfari Ajax og gæti endurnýjað kynnin við Jaros.

Talið er að Ajax vilji fá markmanninn á láni út tímabilið. Ajax vill síðan kaupa Robin Roefs frá NEC Nijmegen til að taka við af honum eftir tíimabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner