Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spila gegn Úrúgvæ og Japan áður en Tuchel velur HM hópinn
Mynd: EPA
Enska landsliðið mun spila vináttulandsleiki gegn Úrúgvæ og Japan í mars en það verða síðustu tveir leikir liðsins áður en landsliðsþjálfarinn Thomas Tuchel velur hóp sinn fyrir HM 2026.

England mun mæta Úrúgvæ föstudaginn 27. mars áður en liðið leikur svo gegn Japan 31. mars. Í maí mun Tuchel svo opinber val sitt.

„Við erum mjög ánægðir með að fá þessa tvo leiki og reyna okkur gegn sterkum andstæðingum utan Evrópu," segir Tuchel.

Úrúgvæ er ú 16. sæti heimslistans en Japan í því 18. og bæði lið verða á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem fer fram 11. júní til 19. júlí.

Englan er í riðli með Króatíu, Gana og Panama en allir leikir liðsins í riðlinum verða spilaðir í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner