Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stolt Fanndís leggur skóna á hilluna (Staðfest) - „Tek frelsinu fagnandi"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir hefur lagt skóna á hilluna en hún greinir frá ákvörðun sinni á Instagram.

Fanndís, sem er 35 ára, var sóknarsinnaður leikmaður sem þreytti frumraun sína í meistaraflokki fyrir 20 árum.

Hún er fædd á Akureyri en lék í yngri flokkum með ÍBV áður en hún fór í Breiðablik í 2. flokki.

„Takk fyrir mig fòtbolti. Sigrar-Töp og allt það en það sem situr eftir er allt fólkið. Þakklát og stolt af ferlinum. Tek frelsinu fagnandi," skrifar Fanndís.

Hún lék 32 leiki fyrir yngri landsliðin og skoraði í þeim tólf mörk. Hún er líka ein af einungis þrettán leikmönnum Íslands sem hafa spilað yfir 100 landsleiki, en alls á Fanndís að baki 110 A-landsleiki og skoraði í þeim 17 mörk.

Hún fór á EM með landsliðinu árin 2009, 2013 og 2017. Á EM í Hollandi 2017 skoraði hún eina mark Íslands á mótinu þegar hún kom Íslandi yfir gegn Sviss. 110. leikurinn kom í sumar en þá hafði hún ekki spilað með landsliðinu í fimm ár.

Fanndís lék með Breiðabliki, Kolbotn, Arna-Björnar, Marseille, Val og Adelaide United á sínum ferli. Alls skoraði hún 188 mörk í 394 KSÍ leikjum á ferlinum. Átta af mörkunum skoraði hún á tímabilinu 2025.

Fanndís varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari með Val.

Hún varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari sem leikmaður Breiðabliks.

Valdar myndir frá ferli Fanndísar má sjá hér við fréttina.


Athugasemdir
banner
banner
banner