Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 10. desember 2025 12:30
Kári Snorrason
Ívar Orri á flautunni í Sambandsdeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskur dómarakvartett verður að störfum í Skopje í Norður Makedóníu annað kvöld þar sem KF Shkendija tekur á móti Slovan Bratislava.

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.

Shkendija er í 25. sæti Sambandsdeildarinnar, með fjögur stig eftir fjóra leiki en Slóvakarnir eru fjórum sætum neðar með þrjú stig.

Ívar dæmdi leik Samsunspor og Dynamo Kiev í Sambandsdeildinni fyrr í vetur. Hann var jafnframt valinn dómari ársins í Bestu deild karla eftir kosningu leikmanna.

Valnefnd Fótbolta.net var þó ósammála leikmönnum og valdi Vilhjálm Alvar sem besta dómara sumarsins en Vilhjálmur er fjórði dómari leiksins á morgun.




Athugasemdir
banner
banner