Íslenskur dómarakvartett verður að störfum í Skopje í Norður Makedóníu annað kvöld þar sem KF Shkendija tekur á móti Slovan Bratislava.
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verður honum til aðstoðar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður fjórði dómari.
Shkendija er í 25. sæti Sambandsdeildarinnar, með fjögur stig eftir fjóra leiki en Slóvakarnir eru fjórum sætum neðar með þrjú stig.
Ívar dæmdi leik Samsunspor og Dynamo Kiev í Sambandsdeildinni fyrr í vetur. Hann var jafnframt valinn dómari ársins í Bestu deild karla eftir kosningu leikmanna.
Valnefnd Fótbolta.net var þó ósammála leikmönnum og valdi Vilhjálm Alvar sem besta dómara sumarsins en Vilhjálmur er fjórði dómari leiksins á morgun.
Athugasemdir



