Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. apríl 2021 14:30
Enski boltinn
Fannst fyndið þegar Lingard kom og bjóst ekki við neinu
Lingard fagnar einu af mörkum sínum.
Lingard fagnar einu af mörkum sínum.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard hefur farið á kostum með West Ham síðan hann kom til félagsins á láni frá Manchester United í janúar. Lingard hefur skorað átta mörk í níu leikjum og lagt upp fjögur til viðbótar.

Tómas Steindórsson, stuðningsmaður West Ham, var gestur í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær og þar ræddi hann um frammistöðu Lingard.

„Mér fannst aðallega fyndið þegar hann kom í lok gluggans. Það var gaman þegar hann var að pakka í Gucci töskurnar. Ég ákvað strax að styðja guttann en ég bjóst ekki við neinu. Núna er klárt að hann verður í EM hópnum í sumar," sagði Tómas í þættinum í gær.

Lingard hefur verið orðaður við mörg stórlið undanfarna daga en Tómas er bjartsýnn á að hann verði áfram hjá West Ham á næsta tímabili.

„Hann þarf að vera í umhverfi þar sem honum líður vel og honum er treyst. Það er þannig hjá West Ham. Ég efast um að hann fari eitthvað annað og spili svona."

„Ég er mjög bjartsýnn á að halda honum. Man Utd stuðningsmenn halda því fram að Declan Rice fari yfir í einhverjum skiptipakka en það mun ekki gerast. Declan Rice verður áfram, ekki nema þeir hendi fram 120 milljónum punda. Þá getum við skoðað þetta."


Tómas ræddi meira um Lingard, dansana hans, treyjuna og West Ham í þætti gærdagsins. Hér að neðan má hlusta á þáttinn en það eru White Fox og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - West Ham bestir í London
Athugasemdir
banner
banner
banner