Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 13. apríl 2021 20:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mjög slæm mistök aðstoðardómarans - Mbappe var réttstæður
Mynd: Getty Images
Í fyrri hálfleik leiks PSG og Bayern Munchen gerði aðstoðardómari tvö (sá sem er ekki við varamannabekkina) mjög slæm mistök.

Hann lyfti upp flagginu þegar boltinn fór inn fyrir og Kylian Mbappe var að sleppa í gegn. Dómari leiksins flautaði og dæmdi rangstöðu en dómurum hefur verið sagt að leyfa öllum atvikum að klárast ef minnstu líkur eru á því að fyrsta mat dómara sé rangt. Atvikið verði svo skoðað í VAR og metið aftur.

Aðstoðardómari leiksins hefði átt að halda flagginu niðri og lyfta því svo eftir að atvikið var liðið hjá, möguleiki var á því að Mbappe hefði skorað en fyrst dómari leiksins flautaði var ekki hægt að leyfa leiknum að ganga áfram.

Bæði Mauricio Pochettino sem er stjóri PSG og Mbappe voru ekki ánægðir með dómarana í þessu atviki.

Staðan eftir 48 mínútur er 0-1 fyrir Bayern en samanlagt er staðan 3-3 eftir að PSG vann fyrri leikinn 2-3.




Athugasemdir
banner
banner