Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. október 2021 12:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pedri með klásúlu upp á milljarð evra
Pedri
Pedri
Mynd: Getty Images
Spænska ungstirnið Pedri hefur samkvæmt heimildum félagaskiptasérfræðingsins Frabrizio Romano náð samkomulagi við Barcelona um nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2026.

Pedri er átján ára gamall miðjumaður sem spilaði heila 73 leiki á síðasta tímabili ef allir leikir í öllum keppnum eru taldir með ásamt leikjum með landsliðinu.

Hann er einn af 30 sem koma til greina sem sigurvegari í Ballon d'Or og er einn af tíu sem koma til greina sem besti ungi leikmaður heims.

Romano segir frá því í tísti sínu að Pedri sé með riftunarákvæði í samningi sínum við Barcelona. Ef félag bíður Barcelona einn milljarð evra þá verður Barcelona að taka því tilboði. Þar með er þó ekki sagt að þeir geti ekki samþykkt lægri tilboð í leikmanninn.

Einn milljarður evra eru um 150 milljarðar íslenskra króna.


Athugasemdir
banner
banner
banner