Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   sun 13. nóvember 2022 12:00
Aksentije Milisic
Arteta: Það bjóst enginn við því að liðið væri á þessum stað sem það er
Arsenal er að spila frábærlega.
Arsenal er að spila frábærlega.
Mynd: EPA

Arsenal er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni þegar HM pásan gengur í garð en liðið er með fimm stigum meira heldur en Manchester City.


Það var þolinmæðisvinna hjá Arsenal í gær þegar það mætti Wolves á útivelli en liðinu tókst að skora tvö mörk í síðari hálfleiknum og klára leikinn. Bæði mörkin gerði Norðmaðurinn Martin Odegaard.

„Það bjóst enginn við því að liðið væri á þessum stað sem það er og að ná að vinna alla þessa leiki sem við höfum unnið," sagði stjórinn Mikel Arteta.

„Ég horfi meira í það hvernig við spilum og hvernig stemningin er og sambandið við stuðningsmennina. Það gerir okkur öfluga."

Síðast þegar Arsenal var á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og með meiri forystu en það er með í dag, var í desember árið 2013 en það tímabil hafnaði liðið í fjórða sætinu.

Arteta sagði að liðið hafi horft á leik Brentford og Manchester City en hann var spurður út í það hvernig leikmenn brugðust við sigurmarkinu hjá Ivan Toney.

„Þú getur rétt ýmindað þér það," sagði Spánverjinn og brosti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner