Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   lau 13. desember 2025 22:06
Ívan Guðjón Baldursson
Viktor Bjarki og Brynjólfur á skotskónum - Tómas lék allan leikinn
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason er að gera ótrúlega hluti með FC Kaupmannahöfn.

Hann virðist vera búinn að hirða byrjunarliðssæti í fremstu víglínu hjá danska stórveldinu og skoraði hann í 2-0 sigri gegn Esbjerg í dag.

Viktor Bjarki skoraði á 67. mínútu og var skipt af velli tveimur mínútum síðar fyrir Andreas Cornelius. Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum hjá FCK á meðan Breki Baldursson var ónotaður varamaður hjá Esbjerg.

Liðin áttust við í 8-liða úrslitum danska bikarsins. FCK er því komið í undanúrslit ásamt Viborg, á meðan OB og Midtjylland eru með forystu í sínum viðureignum í 8-liða úrslitunum.

Brynjólfur Andersen Willumsson var þá í byrjunarliðinu hjá Groningen og skoraði annað mark leiksins í 3-0 sigri á heimavelli.

Brynjólfur skoraði á 74. mínútu og var skipt af velli tveimur mínútum síðar, en þetta er fyrsta markið sem hann skorar fyrir liðið síðan í ágúst.

Að lokum lék Tómas Bent Magnússon allan leikinn er Hearts lagði Falkirk að velli í skosku deildinni. Tómas fékk gult spjald í fyrri hálfleik en átti góðan leik.

Hearts er á toppi deildarinnar með sex stiga forystu, en ríkjandi Skotlandsmeistarar Celtic eiga tvo leiki til góða.

Kaupmannahöfn 2 - 0 Esbjerg
1-0 Gabriel Pereira ('20)
2-0 Viktor Bjarki Daðason ('67)

Groningen 3 - 0 FC Volendam
1-0 S. Resink ('38)
2-0 Brynjólfur Andersen Willumsson
3-0 S. Resink ('89, víti)

Falkirk 0 - 2 Hearts
0-1 Claudio Braga ('2)
0-2 Stephen Kingsley ('77)
Athugasemdir
banner
banner