Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 14. maí 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Landsliðsþjálfari Þýskalands fær ekki að mæta á völlinn
Joachim Löw.
Joachim Löw.
Mynd: Getty Images
Joachim Löw landsliðsþjálfari Þýskalands fær ekki að mæta á leikina til að skoða landsliðsmenn þegar þýska Bundesligan fer aftur af stað um helgina.

Leikið verður bak við luktar dyr til að lágmarka hættuna á því að einhver smitist af kórónaveirunni.

Þýska blaðið Bild segir að reglurnar séu svo strangar að Löw muni ekki einu sinni fá að vera í stúkunni og sjá sína menn í návígi.

Alls mega 213 vera á hverjum leikvangi. 98 á vellinum eða þar í kring (þar á meðal leikmenn, þjálfarar, boltastrákar og ljósmyndarar). 115 í stúkunni (þar á meðal stjórnarmenn og fjölmiðlafólk).

Sjá einnig:
Þýski boltinn byrjar aftur að rúlla - Þetta þarftu að vita
Athugasemdir
banner
banner
banner