Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 14. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar segir dómarann hafa klikkað í stóru atriðunum
Brynjar á hliðarlínunni í gær
Brynjar á hliðarlínunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK vildi fá vítaspyrnu gegn Val í gær þegar Örvar Eggertsson fór niður í teignum eftir návígi við Johannes Vall. HK vildi einnig fá vítaspyrnu þegar Patrick Pedersen hélt í Arnþór Ara Atlason inn á vítateig Vals í hornspyrnu.

„HK komast í færi og er ýtt í bakið á Örvari Eggers inni í teig en Erlendur gefur ekki mikið fyrir það. HK vildu fá víti þarna," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í textalýsingunni í gær.

Niðurstaðan sú að Erlendur Eiríksson dæmdi ekkert. Stefán gaf Erlendi sjö í einkunn í skýrslu sinni eftir leik.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sagði í viðtali eftir leik að Erlendur hefði verið heilt yfir góður í leiknum en hann hefði klikkað á stóru atriðunum.

„Ég held að við hefðum átt að fá víti þegar Örvar fer niður í teignum. Áttum mögulega að fá víti þegar Arnþóri er haldið í horni, Pedersen er ekkert að hugsa um boltann. Við áttum að fá aukaspyrnu á undan þriðja markinu (sigurmarkinu) inn í okkar teig og þarna klikkar dómarinn í stóru atriðunum en heilt yfir var hann fínn og með ágætis tök á leiknum," sagði Brynjar við Stefán í viðtali eftir leik.

Valur vann leikinn 3-2 með sigurmarki undir lok leiksins. Viðtalið við Brynjar má sjá hér að neðan.


Brynjar Björn: Gerðum nóg til að fá stig hérna á venjulegum degi
Athugasemdir
banner
banner