Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. maí 2021 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeildin: Fram vann tíu menn ÍBV
Alex Freyr Elísson skoraði annað mark Fram í leiknum
Alex Freyr Elísson skoraði annað mark Fram í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 2 Fram
0-1 Albert Hafsteinsson ('19 , víti)
0-2 Alex Freyr Elísson ('68 )
Rautt spjald: Sigurður Arnar Magnússon , ÍBV ('17)

Fram náði í annan sigur sinn í Lengjudeildinni af tveimur mögulegum í kvöld er liðið vann ÍBV 2-0 á Hásteinsvelli. Eyjamenn spiluðu manni færri frá 17. mínútu er Sigurður Arnar Magnússon var rekinn af velli.

Lestu um leikinn - ÍBV 0 - 2 Fram

Eyjamenn voru ferskir í byrjun leiks og ógnuðu Frömurum aðeins áður en gestirnir fengu vítaspyrnu á 18. mínútu. Sigurður Arnar reif leikmann Fram niður í teignum og uppskar rautt spjald.

Albert Hafsteinsson steig á punktinn og skoraði örugglega með góðu skoti í vinstra hornið. Fjórum mínútum síðar vildu Eyjamenn fá víti er Gonzalo Zamorano féll niður í teignum en í staðinn fékk hann gult spjald frá dómaranum fyrir leikaraskap.

Mikill hiti var í fyrri hálfleiknum og létu stuðningsmenn ÍBV dómarana vita að þeir væru ósáttir með þeirra störf. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir Fram.

Alex Freyr Elísson gerði annað mark Fram á 68. mínútu eftir hornspyrnu. Framarar höfðu fengið þrjár hornspyrnur á stuttum tíma og var það í þriðju tilraun sem Alex skoraði eftir að boltinn datt niður í teignum.

Haraldur Einar Ásgrímsson átti þrumufleyg í samskeytin og aftur fyrir endamörk á 80. mínútu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Framarar fara með 2-0 sigur af hólmi.

Fram er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina en ÍBV án stiga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner