Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 14. ágúst 2024 18:01
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe byrjar í Ofurbikarnum
Mynd: EPA
Kylian Mbappe er í byrjunarliði Real Madrid sem mætir Atalanta í Ofurbikar Evrópu á þjóðarleikvanginum í Varsjá í Póllandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Frakkinn kom til Real Madrid á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain í sumar.

Hann var ekkert með Madrídingum á undirbúningstímabilinu og aðeins æft í nokkra daga, en hann mun samt byrja gegn Atalanta í kvöld.

Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, stillir upp gríðarlega sterku liði.

Real Madrid: Courtois, Carvajal, Militao, Rüdiger, Mendy, Valverde, Tchouameni, Bellingham, Rodrygo, Vinicius Junior, Mbappe.

Atalanta: Musso, Djimsiti, Hien, Kolasinac, Zappacosta, de Roon, Ederson, Ruggeri, Pasalic, De Ketelaere, Lookman.


Athugasemdir
banner
banner