Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 14. september 2020 21:28
Aksentije Milisic
Arnar Grétarsson hættir með KA eftir tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mun ekki framlengja samning sinn hjá liðinu eftir að tímabilinu lýkur. Þetta segir Guðmundur Benediktsson í Pepsi Max stúkunni á Stöð2Sport nú í kvöld.

Óli Stefán Flóventsson var rekinn frá KA fyrr í sumar eftir erfiða byrjun og tók Arnar við skútunni. Hann vann sinn fyrsta leik gegn Gróttu á heimavelli en í kjölfarið komu fimm jafntefli úr næstu sex leikjum.

Guðmundur Benediktsson segir að Arnar hefði sagt forráðamönnum KA frá því að hann muni ekki halda áfram með liðið.

KA vann Fylki í gær og er liðið núna í 10. sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner