Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 09:38
Brynjar Ingi Erluson
Sancho vill fara frá Dortmund - Fjórir fara frá Tottenham
Powerade
Jadon Sancho er eftirsóttur
Jadon Sancho er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Þessir þrír eru allir að fara samkvæmt slúðrinu
Þessir þrír eru allir að fara samkvæmt slúðrinu
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðrinu á þessum ágæta fimmtudegi en það er nóg af áhugaverðum sögum að þessu sinni.

Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, vill yfirgefa félagið en topplið Liverpool hefur meðal annars áhuga á að fá hann næsta sumar. (Daily Mail)

Enski vinstri bakvörðurinn Danny Rose (29) ætlar að klára samning sinn hjá Tottenham en hann á átján mánuði eftir af samningnum. (London Evening Standard)

Sömu sögu má segja af Christian Eriksen, Jan Vertonghen og Toby Alderweireld en þeir verða allir samningslausir næsta sumar. (Daily Star)

Pep Guardiola, stjóri Man City er sagður óánægður að búa í norð-vestur hluta Englands og gæti hann farið aftur til Þýskalands og tekið við Bayern München. (Bild)

Brasilíski vængmaðurinn Willian gæti yfirgefið Chelsea næsta sumar og samið við ítalska félagið Juventus. Barcelona hefur einnig áhuga á honum en félögin mega byrja að ræða við Willian um áramótin þar sem samningur hans rennur út næsta sumar. (Mirror)

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill fá Olivier Giroud frá Chelsea í janúar. Hann verður samningslaus næsta sumar og myndi því ekki kosta Inter háa upphæð. (gDS)

Ronald Koeman gæti tekið við Barcelona eftir EM á næsta ári. (Marca)

Arsenal, Liverpool og Manchester United eru öll að fylgjast með Jovan Malcolm (16) hjá WBA. (Mirror)

Man City gæti virkjað losunarákvæði spænska framherjans Mikel Oyarzabal sem leikur með Real Sociedad ef Leroy Sane yfirgefur City næsta sumar. (90min)

Bayern ætlar að bjóða aftur í Sané en félagið var að eltast við hann í sumar áður en hann meiddist illa á hné. (Daily Mail)

Napoli gæti þurft að selja Kalidou Koulibaly (28) og Dries Mertens (32) frá félaginu en þeir hafa verið orðaðir við Manchester United og Arsenal. Ástæðan er slök frammistaða í byrjun leiktíðar. (Ilmattino)

Arsenal er að fylgjast með Orel Mangala (21) hjá Stuttgart en hann er einnig landsliðsmaður U21 árs landsliðs Belgíu. (HLN)

Enska félagið Leicester City er orðað við senegalska framherjann Habibou Diallo (24) hjá franska liðinu Metz. (Leicester Mercury)

David Beckham, eigandi Inter Miami í MLS-deildinni, hefur verið að hringja í þá leikmenn sem hann vill til félagsins en þar má nefna Luis Suarez (32), James Rodriguez (28) og Edinson Cavani (32).

Manchester United er með forkaupsrétt á hollenska sóknarmanninum Memphis Depay (25) en félagið seldi hann til Lyon árið 2017 (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner