Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. janúar 2020 10:20
Magnús Már Einarsson
Soumare til Manchester United?
Powerade
Boubakary Soumare er orðaður við Manchester United.
Boubakary Soumare er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Leicester er með augastað á Shaw.
Leicester er með augastað á Shaw.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að skoða janúarglugga slúðrið.



Leicester hefur sent fyrirspurn til Manchester United um vinstri bakvörðinn Luke Shaw (24) þar sem Ben Chilwell (23) gæti verið á leið til Chelsea. (Mail)

PSG ætlar að berjast við Inter um Christian Eriksen (27) miðjumann Tottenham. (Mirror)

Miguel Angel Gil Marin, framkvæmdastjóri Atletico Madrid, er í París að ganga frá samningi við Edinson Cavani (32) framherja PSG. (Marca)

Alexandre Lacazette (28) framherji Arsenal, gæti gengið í raðir Atletico Madrid ef Cavani kemur ekki. (Sky Sports)

Pep Guardiola ætlar ekki að hætta með Manchester City eftir tímabilið en hann stefnir á að klára samning sinn sem er til ársins 2021. (Telegraph)

Manchester United þarf að greiða fimm milljónir punda ef félagið ákveður að reka Ole Gunnar Solskjær. (Sun)

Chelsea mun líklega ekki kaupa varnarmanninn Nathan Ake (24) aftur frá Bournemouth á 40 milljónir punda. Chelsea ætlar heldur ekki að fá Callum Wilson (27) framherja Bournemouth. (Sky Sports)

Olivier Giroud (33) framherji Chelsea er að færast nær félagaskiptum til Inter. Chelsea vill fá sex milljónir punda fyrir Giroud. (Star)

Arsenal hefur spurst fyrir um Franck Kessie (23) miðjumann AC Milan. (Corriere dello Sport)

Mario Celso Petraglia, forseti Athletico Paranaense,segir að Arsenal hafi áhuga á að fá miðjumanninn Bruno Guimaraes (22) frá félaginu. (Evening Standard)

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, sást á ferðalagi í Frakklandi en orðrómur er um að hann sé að reyna að kaupa miðjumanninn Boubakary Soumare (20) frá Lille. (Star)

Umboðsmaður Tahith Chong (20), kantmanns Manchester United, hefur sést í viðræðum við Inter. (Mirror)

Andy King (31) miðjumaður Leicester hefur samþykkt að ganga til liðs við Huddersfield. (Mail)

Schalke vill kaupa hægri bakvörðinn Jonjoe Kenny (22) frá Everton en hann hefur leikið vel á láni á þessu tímabili. (Mail)

Neil Etheridge (29) markvörður Cardiff spilar ekki með liðinu gegn Carlisle í kvöld en orðrómur er um að hann sé á leið til West Ham. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner