Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. janúar 2022 06:00
Victor Pálsson
Amanda Mist og Eva Karen í HK (Staðfest)
Eva Karen hér til hægri.
Eva Karen hér til hægri.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lið HK hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök og samdi í gær við tvo öfluga leikmenn. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins.

Leikmennirnir tveir eru þær Amanda Mist Pálsdóttir og Eva Karen Sigurdórsdóttir.

Amanda er fædd árið 1995 en hún lék síðast í meistaraflokki árið 2018 með Hömrunum í Inkasso-deildinni.

Eva er uppalin Fjölnisstúlka og er fædd árið 2001. Hún lék með Gróttu í Lengjudeildinni í sumar og spilaði átta leiki.

Tilkynning HK:

Þær Amanda Mist Pálsdóttir og Eva Karen Sigurdórsdóttir hafa gengið til liðs við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu.

Amanda er reynslumikill leikmaður sem er uppalin á Akureyri. Hún kom inn í HK fyrir nokkrum árum og tók að sér þjálfun hjá félaginu við góðan orðstír. Hún er uppalin hjá Þór en hefur spilað með Völsungi, Aftureldingu/Fram og síðast hjá Hömrunum, einnig á hún 5 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Amanda er öflugur leikmaður sem kemur með gæði og reynslu í okkar unga leikmannahóp. Hún er fjölhæf og getur spilað í bakverði, kant og leyst af miðju. Einnig er hún mikill leiðtogi sem mun nýtast hópnum mjög vel.

Eva er uppalin hjá Fjölni og ung var hún komin í lykilhlutverk hjá liðinu. Frá Fjölni lá leið hennar til Gróttu þar sem hún spilaði í sumar. Eva á 2 leiki fyrir yngri landslið Íslands .

Eva er öflugur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á miðsvæðinu og úti á kanti. Hún hefur góða tækni, sendingar og gott auga fyrir spili.

Við bjóðum þær Amöndu og Evu velkomnar og hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner