Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 15. janúar 2022 11:19
Brynjar Ingi Erluson
Ben Arfa í samningaviðræðum við Lille - Yazici fer til CSKA
Hatem Ben Arfa í leik með Rennes
Hatem Ben Arfa í leik með Rennes
Mynd: Getty Images
Frakkalandsmeistarar Lille eru í samningaviðræðum við Hatem Ben Arfa en honum er ætlað að leysa tyrkneska landsliðsmanninn Yusuf Yazici af hólmi. Þetta kemur fram í franska blaðinu L'Equipe.

Yazici, sem er 24 ára gamall, er að ganga til liðs við rússneska félagið CSKA Moskvu á láni út leiktíðina og þá fær CSKA 12 milljón evra forkaupsrétt á leikmanninum.

Tyrkinn var markahæsti leikmaður Evrópudeildarinnar með 7 mörk á síðustu leiktíð ásamt Gerard Moreno, Pizzi og Borja Mayoral, en hann hefur aðeins gert eitt mark í 22 leikjum á þessari leiktíð.

Lille er með hraðar hendur og er búið að finna mann í stað Yazici en það er Hatem Ben Arfa. Franski sóknartengiliðurinn hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Bordeaux eftir síðustu leiktíð.

Lille hafði mikinn áhuga á að fá hann síðasta sumar en Ben Arfa var þó alls ekkert að flýta sér aftur á völlinn. Samkvæmt L'Equipe er hann nú klár í að snúa aftur og mun hann gera samning við Lille út leiktíðina.

Ben Arfa, sem er 34 ára, skoraði 2 og lagði upp 5 í 24 leikjum með Bordeaux og virðist enn hafa eitthvað fram að færa.
Athugasemdir
banner
banner
banner