Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. apríl 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Ólíklegt að Chopart verði klár fyrir fyrsta leik
Kennie Chopart í leik með KR síðasta sumar.
Kennie Chopart í leik með KR síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Pablo hefur verið í vinstri bakverðinum í síðustu leikjum.
Pablo hefur verið í vinstri bakverðinum í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Óvíst er hvort Daninn, Kennie Chopart verði klár fyrir fyrsta leik KR í Pepsi Max-deildinni en KR heimsækir Stjörnuna um í 1. umferðinni, laugardaginn 27. apríl á Samsungvöllinn.

Sprautaður niður á sjúkrahúsi
Kennie meiddist í æfingaleik gegn Breiðablik í mars og hefur ekkert getað æft síðan.

„Hann hefur ekki æft í þrjár vikur og ólíklegt að hann verði klár í fyrsta leik. Hann er ekki byrjaður að æfa ennþá og við þurfum að hugsa vel um hann og fara varlega," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í samtali við Fótbolta.net.

Kennie fékk slæmt tak í bakið í æfingaleiknum og var fluttur upp á sjúkrahús sárkvalinn.

„Þar var hann sprautaður niður til að losa um krampann sem allt þetta olli. Hann er með undirliggjandi brjósklos einkenni í baki. Það þarf því að fara extra varlega með þetta allt saman. Hann hefur einungis verið að labba að undanförnu, fyrst í tíu mínútur og svo aðeins meira með hverjum deginum. Nú er hann byrjaður að hjóla og hugsanlega má hann byrja að skokka í þessari viku."

„Við erum að fara mjög varlega með hann og förum eftir plani frá læknum og sjúkraþjálfurum. Við erum hugsa vel um hann og reyna koma honum á lappir en það verður tæpt á að hann verði klár fyrir fyrsta leik."

Nýir bakverðir í Frostaskjólinu
Kennie hefur verið að leika í bakvarðarstöðunni hjá KR í vetrarleikjunum. Rúnar segir að það komi vel til greina að það verði hans staða í sumar þegar hann verður orðinn heill.

„Það er líklegt að Kennie verði í bakverðinum í sumar. Hann hefur spilað það vel í vetur og við höfum verið að þjálfa hann upp í bakverðinum. Hann hefur tekið því mjög vel og hann hefur langað það sjálfur."

Þá hefur miðjumaðurinn Pablo Punyed einnig verið að leika í vinstri bakverðinum í síðustu leikjum.

„Það hefur verið útaf meiðslum og síðan er það gott fyrir okkur að skoða leikmenn í ólíkum stöðum. Kristinn Jónsson meiddist og hefur verið frá í töluvert langan tíma og við ákváðum að prófa Pablo Punyed í þeirri stöðu og sjá hvort hann gæti leyst þessa stöðu ef eitthvað kæmi uppá í sumar."

„Við erum síðan með Arnór Svein sem getur leyst báðar bakvarðarstöðurnar og eins miðvörð. Við erum ágætlega vel mannaðar hvað þetta varðar. Við megum hinsvegar ekki við miklum meiðslum en ef menn eru að detta út í einn og einn leik þá erum við ágætlega settir," sagði Rúnar að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Þrátt fyrir þessi meiðsli hjá Kennie þá mælum við með að þú kaupir hann í þitt draumaliðs lið. Ef ekki Kennie, þá allavegana einhverja KR-inga. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Athugasemdir
banner
banner