Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. apríl 2021 09:40
Magnús Már Einarsson
Rice vill fara til Man Utd - Camavinga til Liverpool?
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eduardo Camavinga
Eduardo Camavinga
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með allt það helsta í kjaftasögunum í dag. Njótið.



Jesse Lingard (28) er ekki búinn að ákveða hvort hann vilji snúa aftur til Manchester United í sumar eftir gott gengi á láni hjá West Ham. (Goal)

Declan Rice (22) miðjumaður West Ham hefur áhuga á að ganga í raðir Manchester United. (Manchester Evening News)

Bernd Leno (29) markvörður Arsenal segist vera opin fyrir nýjum ævintýrum en engar viðræður hafa átt sér stað um framlengingu á samningi hjá honum. (Times)

Erling Braut Haaland (20) framherji Borussia Dortmund er efstur á óskalista Barcelona. Spænska félagið vill fá hann í sumar en er tilbúið að bíða í ár ef þess er þörf. (Mundo Deportivo)

Barcelona vonast til að geta fengið Erik Garcia (20) miðvörð Manchester City frítt í sumar. (Sport)

Barcelona hefur lækkað tilboð sitt til Garcia og því hafa Arsenal og Chelsea ákveðið að blanda sér í baráttuna. (Star)

Chelsea er að íhuga að skipta á vinstri bakvörðunum Alex Sandro og Emerson Palmieri við Juventus. (Calciomercato)

Aston Villa hefur sagt Chelsea að félagið hafi engan áhuga á að kaupa miðjumanninn Ross Barkley (27) þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. West Ham hefur áhuga. (Teamtalk)

Real Betis vill fá kantmanninn Bernard (28) frá Everton. (Fichajes)

Liverpool gæti fengið Eduardo Camavinga (18) miðjumann Rennes í sínar raðir í sumar til að fylla skarð Gini Wijnaldum (30). (Express)

Manchester United, Chelsea og Tottenham eru að skoða Andrea Belotti (27) framherja Torino. (Tuttosport)

Sporting Lisabon vill kaup hægri bakvörðinn Pedro Porro (21) frá Manchester City á 7,4 milljónir punda. Porro er á láni hjá Sporting í dag. (Goal)

Ashley Woung (35) leikmaður Inter vill enda ferilinn hjá sínu gamla félagi Watford. (Sun)

Ólíklegt er að Arsenal bjóði David Luiz (33) nýjan samning. Mikel Arteta vill gefa hinum unga William Saliba (20) fleiri tækifæri á undirbúningstímabilinu en hann er í dag á láni hjá Nice.(Football.London)
Athugasemdir
banner
banner