Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 15. apríl 2021 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan á leið í þriggja ára bann? - Virðist brjóta á siðareglum FIFA
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic gæti átt yfir höfði sér þriggjá ára leikbann þar sem fyrirtæki hans á tíu prósent hlut í veðmálafyrirtækinu Bethard. Það er Aftronbladet sem greinir frá því að fyrirtækið Unknown AB eigi hlut í Bethard sem er skráð á Möltu.

Í grein sænska blaðsins segir að sænska knattspyrnusambandið hafi vitað af þessu í þrjú ár og að þetta sé ástæðan fyrir að Zlatan hafi ekki verið valinn á HM árið 2018. Zlatan reyndar lagði landsliðsskóna á hilluna 2016 áður en hann tók þá aftur fram í síðasta mánuði.

Fyrir að eiga hlut í veðmálafyrirtækinu gæti Zlatan farið í þriggja ára bann og fengið háa sekt. UEFA og FIFA fylgjast bæði með málum sem þessu og vilja knattspyrnusamböndin ekki að leikmenn séu tengdir veðmálastarfssemi.

Unknown AB er fjórði stærsti hluthafinn í Bethard en veðmálafyrirtækið græddi skilaði hagnaði upp á tæpar 26 milljónir punda eftir skatt árið 2019.

Í grein Aftonbladet er sagt frá því að Ibrahimovic hafi mögulega brotið reglur FIFA þegar Svíþjóð mætti Georgíu í Mars sem og í leik AC Milan gegn Shamrock Rovers í september á síðasta ári.

Í reglum FIFA kemur fram að leikmenn verði sektaðir fyrir brotum á siðareglum sambandsins og geti fengið allt að þriggja ára bann en reglur UEFA eru ekki jafn skýrar. FIFA og UEFA neituðu að tjá sig þegar Aftonbladet hafði samband og þá hefur Sportsmail sett sig í samband við Mino Raiola, umboðsmann framherjans.

Zlatan verður fertugur seinna á árinu og er búist við því að hann skrifi undir nýjan samning við AC Milan á næstunni
Athugasemdir
banner
banner
banner