Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 15. maí 2019 16:19
Elvar Geir Magnússon
Mourinho kallar Solskjær brúðu hjá Man Utd
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segir að Ole Gunnar Solskjær hafi verið gerður að brúðu hjá Manchester United.

Mourinho var rekinn frá United í desember en efast var um hugmyndafræði hans. Portúgalinn var sífellt að lenda upp á kant við leikmenn.

Solskjær tók við til bráðabirgða og var svo ráðinn til frambúðar eftir góða byrjun hans. En á lokasprettinum vann United aðeins tvo af síðustu tólf leikjum sínum og verður ekki með í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

„Ég krefst mikils af mínum mönnum. Ég vil ekki vera góði gæinn, því góði gæinn er brúða eftir þrjá mánuði og það endar ekki vel," var meðal þess sem Mourinho sagði við L'Equipe.

Mourinho segir að grunnurinn af vandamálum Manchester United finnist djúpt inn í strúktúr félagsins.
Athugasemdir
banner
banner