Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 15. nóvember 2022 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo við Fernandes: Komstu með báti?
Ronaldo og Fernandes fagna marki með Portúgal.
Ronaldo og Fernandes fagna marki með Portúgal.
Mynd: EPA
Það hefur verið mikið rætt og skrifað um handaband á milli Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes eftir að myndband af því fór í dreifingu í gærkvöldi.

Þeir eru liðsfélagar hjá Manchester United á Englandi en verða það eflaust ekki mikið lengur eftir viðtal sem Ronaldo fór í.

Ronaldo fór nýverið í viðtal hjá Piers Morgan þar sem hann talaði illa um Man Utd, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney. Bútar úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur United á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes spilaði í sigrinum dramatíska en ekki Ronaldo - sem tók alla athyglina frá sigrinum og liðinu með þessu viðtali. Fernandes kom aðeins síðar til móts við portúgalska landsliðið þar sem hann spilaði gegn Fulham.

Af myndbandinu að dæma virðist vera mjög kalt á milli þeirra en Joao Mario, liðsfélagi þeirra hjá Portúgal, þvertekur fyrir að staðan sé svo. Hann segir að þeir hafi verið að grínast yfir því að Fernandes hafi verið einn sá síðasti til að koma til móts við liðið.

„Komstu með báti?" á Ronaldo að hafa spurt Fernandes í gríni þar sem miðjumaðurinn kom seint til móts við liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner