Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 15. nóvember 2022 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill sjá Ramsdale eða Pope í markinu hjá enska landsliðinu
Nick Pope
Nick Pope
Mynd: EPA

Margir telja að Gareth Southgate byrji með Jordan Pickford í marki enska landsliðsins í fyrsta leik á HM gegn Íran á mánudaginn þó svo flestir myndu kjósa Aaron Ramsdale eða Nick Pope.


Aaron Ramsdale er leikmaður Arsenal sem hefur farið hamförum í úrvalsdeildinni og situr á toppnum. Newcastle, lið Pope, hefur einnig verið að gera góða hluti en Pickford er í 17. sæti með Everton.

Þrátt fyrir það hefur Southgate haldið tryggð við Pickford undanfarin ár.

Jamie Redknapp fyrrum miðjumaður landsliðsins vill sjá Ramsdale eða Pope í markinu á mánudaginn.

„Ég vil að varnarlínan sé síðan sóknarsinnuð, menn hafa ekki verið að standa sig vel. Maguire hefur ekki verið að spila, Dier ekki upp á sitt besta en þetta er besta varnarlínan sem mér dettur í hug, Trippier, Dier, Stones og Shaw. Trent hefði líka getað verið þarna," sagði Redknapp.


Athugasemdir
banner