Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að tilboðinu í Kristófer Inga var hafnað
Kristófer Ingi.
Kristófer Ingi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fótbolti.net fjallaði um það í gær að samkomulag hefði ekki náðst milli Breiðabliks og FC Tobol frá Kasakstan. Tobol vildi kaupa Kristófer Inga Kristinsson frá Breiðabliki.

Karl Daníel Magnússon, deildarstjóri afrekssviðs hjá knattspyrnudeild Breiðabliks, staðfesti tíðindin nú í morgun.

„Þetta hljómaði eins og spennandi tilboð, en á endanum var það ekki jafn spennandi og það hljómaði, forsendurnar voru öðruvísi en búist var við eins og kom fram í fréttinni í gær. Breiðablik og Kristófer ákváðu þá í sameiningu að hann myndi leika áfram með Breiðabliki," sagði Karl.

Kristófer er 24 ára gamall sóknarmaður sem gekk í raðir Breiðabliks í sumarglugganum í fyrra. Hann kom við sögu í sex leikjum með Breiðabliki í Bestu deildinni í fyrra, í einum leik í forkeppni Sambandsdeildarinnar og svo þremur í riðlakeppni Sambansdeildarinnar. Hann glímdi við meiðsli sem komu í veg fyrir að hann spilaði meira. Í leikjunum tíu skoraði hann tvö mörk.

Samningur Kristófers við Breiðablik gildir út tímabilið 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner