Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 16. maí 2021 21:58
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Aldrei 3-0 leikur. Bæði lið skapa kannski lítið af færum. Þetta er bara mjög erfitt. Að mínu mati gefur dómarinn þeim tvö mörk og hann á bara mjög slakan dag og Leiknir er ekki að skapa mikið af færum og það er alltaf erfitt þegar þú lendir í svona leik.Leiknir fær fyrsta markið gefins og mér fannst þetta léleg frammistaða hjá dómara leiksins," voru fyrstu viðbrögð Atla Sveins Þórarinssonar þjálfara Fylkis sem var pirraður eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Sævar Atli Magnússon kom Leikni Reykjavík yfir á 44.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Degi Austmann en í aðdragandanum var brotið á Unnari Steini og voru Fylkismenn alls ekki sáttir með dómara leiksins.

„Við erum það og mér fannst þriðja markið aldrei vera víti og það er bara erfitt að vinna lið þegar maður fær tvö mörk í mínus. Auðvitað hefðum við geta skapað meira sóknarlega en þetta er samt þannig leikur sem við spilum á kannski ekki alltof góðum grasvelli og þeir skapa ekki mikið."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Aldrei víti fyrir mér, það er snerting en Sævar Atli fer auðveldlega niður. Orri Hrafn fer niður hjá okkur í teignum fyrr í leiknum og dómarinn heldur bara leik og það verður að vera sama lína."

Atli Sveinn og Ólafur Stígsson gerðu þrefalda skiptingu eftir 60. mínútna leik og það hressti aðeins upp á sóknarleik liðsins.

„Við vorum ekki nógu kraftmiklir í okkar hlaupum og gékk ílla að stjórna boltanum og gékk ekki alveg nógu vel að búa til færi, en þetta er svona grannaslagur og vissum alltaf að það yrði erfitt að búa til færi og þetta myndi kannski ráðast á fyrsta markinu og við erum bara pirraðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner