Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 16. maí 2021 21:58
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Aldrei 3-0 leikur. Bæði lið skapa kannski lítið af færum. Þetta er bara mjög erfitt. Að mínu mati gefur dómarinn þeim tvö mörk og hann á bara mjög slakan dag og Leiknir er ekki að skapa mikið af færum og það er alltaf erfitt þegar þú lendir í svona leik.Leiknir fær fyrsta markið gefins og mér fannst þetta léleg frammistaða hjá dómara leiksins," voru fyrstu viðbrögð Atla Sveins Þórarinssonar þjálfara Fylkis sem var pirraður eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Sævar Atli Magnússon kom Leikni Reykjavík yfir á 44.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Degi Austmann en í aðdragandanum var brotið á Unnari Steini og voru Fylkismenn alls ekki sáttir með dómara leiksins.

„Við erum það og mér fannst þriðja markið aldrei vera víti og það er bara erfitt að vinna lið þegar maður fær tvö mörk í mínus. Auðvitað hefðum við geta skapað meira sóknarlega en þetta er samt þannig leikur sem við spilum á kannski ekki alltof góðum grasvelli og þeir skapa ekki mikið."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Aldrei víti fyrir mér, það er snerting en Sævar Atli fer auðveldlega niður. Orri Hrafn fer niður hjá okkur í teignum fyrr í leiknum og dómarinn heldur bara leik og það verður að vera sama lína."

Atli Sveinn og Ólafur Stígsson gerðu þrefalda skiptingu eftir 60. mínútna leik og það hressti aðeins upp á sóknarleik liðsins.

„Við vorum ekki nógu kraftmiklir í okkar hlaupum og gékk ílla að stjórna boltanum og gékk ekki alveg nógu vel að búa til færi, en þetta er svona grannaslagur og vissum alltaf að það yrði erfitt að búa til færi og þetta myndi kannski ráðast á fyrsta markinu og við erum bara pirraðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner