Heimild: Vísir
Víkingur mun ekki spila í lokakeppni í Evrópu í ár eftir ótrúlegt tap gegn Bröndby í Danmörku í gær. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, ræddi við Sýn Sport eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Bröndby 4 - 0 Víkingur R.
„Þetta var bara eins slæmt og það gat orðið og við erum algjörlega niðurbrotnir. Ég sjálfur er gjörsamlega niðurbrotinn með þetta tap. Við komum vel inn í þennan leik og vorum þéttir til að byrja með. Fyrri hálfleikurinn var bara heilt yfir flottur,“ sagði Sölvi Geir eftir leikinn.
„Við slökum hins vegar aðeins á eftir að við verðum einum leikmanni fleiri. Þeir ná að skora fyrri lok fyrri hálfleiks sem gefur þeim aukinn. Það slaknaði á orkustiginu hjá okkur og þeir nýttu sér það til fulls."
Sölvi var miður sín og var svekktur að hafa ekki getað glatt fjölda stuðningsmanna sem gerðu sér ferð til Kaupmannahafnar.
„Við vorum 3-0 yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og það er svekkjandi að ná ekki að klára það. Leikmenn eru að sleikja sárin núna inni í klefa en svo er það bara að setja fullan fókus á deildina þar sem við erum enn í hörku baráttu um titilinn," sagði Sölvi.
„Það er sárt að ná ekki að gera þetta að eftirminnilegu kvöld fyrir þá stuðningsmenn okkar sem lögðu leið sína til Kaupmannahafnar og studdu okkur í þessum leik. Við erum svekktir með frammistöðuna hjá okkuar, sérstaklega í seinni hálfleik."
Athugasemdir