City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   fös 15. ágúst 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Guðni hér fyrir miðju.
Guðni hér fyrir miðju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er að fara í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í kvennaflokki.
FH er að fara í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í kvennaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér líður stórkostlega maður. Gaman að fá að upplifa þetta með liðinu sínu og gaman að geta gefið stuðningsmönnum FH bikarúrslitaleik," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þegar hann ræddi við Fótbolta.net fyrir bikarúrslitaleikinn sem fer fram núna á morgun, laugardag.

FH mætir Breiðabliki í gríðarlega áhugaverðum leik á Laugardalsvelli klukkan 16:00 á morgun. Þarna eru tvö bestu lið landsins í augnablikinu að mætast.

Þetta er í fyrsta sinn þar sem kvennalið FH fer í bikarúrslitaleikinn, stór stund fyrir félagið.

„Klúbburinn er stofnaður 1929 og það er 2025 í dag. Við höfum aldrei verið í þessum sporum í kvennaboltanum. Þetta gerist ekki á hverjum degi. Við ætlum að njóta þess að vera í bikarúrslitaleik á sama tíma og við erum fókuseruð og einbeitt á það verkefni að taka bikarinn."

Guðni og bróðir hans hafa lengi stýrt FH liðinu og verið á ákveðinni vegferð með það. Er þetta toppurinn hingað til?

„Þetta er einn af mörgum toppum. Maður finnur að þetta er ærið verkefni og stór leikur. Umgjörðin er mikil. Að fá að spila hér á Laugardalsvelli eru forréttindi og það eru jafnframt forréttindi að fá að stýra FH á laugardaginn. Það er ekkert nema auðmýkt hjá mér."

FH og Breiðablik eru þau lið sem hafa skorað flest mörk í Bestu deildinni í sumar, en FH er eina liðið sem hefur lagt Blika að velli á þessu tímabili.

„Ég ætla að vona það," sagði Guðni aðspurður að því hvort það mætti búast við markaleik. „Ég þoli ekki leiðinlega 0-0 leiki. Vonandi verður Nik í stuði og leyfir sóknarbolta. Þá verðum við í svaka stuði og fullt af mörkum."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner