Víkingur er í mjög góðum málum í Danmörku þar sem liðið er í heimsókn hjá Bröndby í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Staðan er markalaus eftir um 25 mínútna leik en Víkingur er þremur mörkum yfir í einvíginu eftir fyrri leikinn í Víkinni.
Staðan er markalaus eftir um 25 mínútna leik en Víkingur er þremur mörkum yfir í einvíginu eftir fyrri leikinn í Víkinni.
Lestu um leikinn: Bröndby 4 - 0 Víkingur R.
Víkingur er manni fleiri eftir að Clement Bischoff, leikmaður Bröndby, var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot. Hann traðkaði á Tarik Ibrahimagic eftir að sá síðarnefndi datt eftir baráttu við Bischoff.
„Hann missir algjörlega hausinn! Bröndby missir mann af velli með rautt spjald. Þetta var alveg gjörsamlega galið!!!! Hann er í baráttu við Tarik Ibrahimagic og Tarik fellur til jarðar, þá traðkar Bischoff á honum. Eins rautt og það verður! Ekki eðilega heimskulegt," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna.
Athugasemdir