Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
   fös 15. ágúst 2025 11:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17: Fyrirliðinn skoraði sigurmarkið gegn Írum
Mynd: KSÍ
Ísland 2 - 1 Írland
1-0 Róbert Agnar Daðason ('9)
1-1 Ben Mahon ('20)
2-1 Aron Daði Svavarsson ('29)

Íslenska U17 ára landsliðið vann 2-1 sigur á Írlandi á Telki Cup í gær. Það voru þeir Róbert Agnar Daðason og Aron Daði Svavarsson sem skoruðu mörk íslenska liðsins.

Valsarinn Mattías Kjeld átti fyrrigjöf frá vinstir á 9. mínútu sem Róbert Agnar, leikmaður Aftureldingar, skallaði í netið.

Írar jöfnuðu metin með marki eftir fyrirgjöf frá hægri sem Ben Mahon var á undan Ðuro Stefan Beic í íslenska markinu í boltann og skoraði nokkuð einfalt mark.

Á 29. mínútu átti íslenska liðið aukaspyrnu, boltinn kom inn á teiginn og varnarmaður Íra átti mjög slaka hreinsu til hliðar, beint á FH-inginn Aron Daða, fyrirliða íslenska liðsins, sem gerði allt rétt og skoraði með góðu skoti í nærhornið, framhjá markmanni Íra.

Lokaleikurinn hjá Íslandi fer fram á morgun þegar Ísland og Tyrkland mætast í úrslitaleik. Tyrkland og Ísland eru efst og jöfn með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Athugasemdir
banner
banner