Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 15. ágúst 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daði Lár ráðinn markmannsþjálfari ÍR
Lengjudeildin
Mynd: ÍR
Daði Lárusson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari ÍR.

Daði er uppalinn FH-ingur og lék lengst af með Hafnarfjarðarliðinu á sínum tíma. Hann lék einnig með nágrönnum liðsins, Haukum ásamt Skallagrím.

Hann vann fimm Íslandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með FH. Hann hefur starfað sem markmannsþjálfari hjá FH, Grindavík og Fram.

Hann lék á sínum tíma þrjá landsleiki. Hann lék alls 419 leiki á sínum félagsliðaferli.

ÍR er í 3. sæti Lengjudeildarinnar með 33 stig, jafn mörg stig og Þór og fjórum stigum á eftir Njarðvík.


Athugasemdir
banner