PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 15. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt, get ekki beðið," sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, þegar hún ræddi við Fótbolta.net um bikarúrslitaleikinn í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Breiðabliks og FH á Laugardalsvelli. Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna.

Er ekki kominn tími á að taka bikarinn heim í Kópavog núna?

„Við höfum komið hérna og tapað seinustu þrjú ár. Það er ansi erfitt. Við erum klárar í að fara alla leið í ár," sagði Agla María.

„Við snerum tapinu í fyrra upp í jákvætt með því að taka deildina. Það er alltaf ógeðslega gaman að spila hérna. Það er asnalegt að fara inn í leikinn og vera ekki með það markmið að vinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að vinna en berum á sama tíma virðingu fyrir FH-ingum."

Blikar eru á toppnum í Bestu deildinni og eru núna í bikarúrslitum líka. Hópurinn er gríðarlega sterkur og vel mannaður, en það er hausverkur fyrir þjálfarann að velja liðið fyrir hvern leik.

„Klárt mál. Við erum með valda leikmenn í hverri stöðu og einn leikmenn sem eru að koma inn af bekknum. Það eru ekki öll lið sem búa við þann lúxus en það mun klárlega reynast okkur dýrmætt á laugardaginn að vera með þessa miklu breidd."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner