Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 15. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt, get ekki beðið," sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, þegar hún ræddi við Fótbolta.net um bikarúrslitaleikinn í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Breiðabliks og FH á Laugardalsvelli. Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna.

Er ekki kominn tími á að taka bikarinn heim í Kópavog núna?

„Við höfum komið hérna og tapað seinustu þrjú ár. Það er ansi erfitt. Við erum klárar í að fara alla leið í ár," sagði Agla María.

„Við snerum tapinu í fyrra upp í jákvætt með því að taka deildina. Það er alltaf ógeðslega gaman að spila hérna. Það er asnalegt að fara inn í leikinn og vera ekki með það markmið að vinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að vinna en berum á sama tíma virðingu fyrir FH-ingum."

Blikar eru á toppnum í Bestu deildinni og eru núna í bikarúrslitum líka. Hópurinn er gríðarlega sterkur og vel mannaður, en það er hausverkur fyrir þjálfarann að velja liðið fyrir hvern leik.

„Klárt mál. Við erum með valda leikmenn í hverri stöðu og einn leikmenn sem eru að koma inn af bekknum. Það eru ekki öll lið sem búa við þann lúxus en það mun klárlega reynast okkur dýrmætt á laugardaginn að vera með þessa miklu breidd."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner