City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   fös 15. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ótrúlega spennt, get ekki beðið," sagði Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, þegar hún ræddi við Fótbolta.net um bikarúrslitaleikinn í gær.

Á morgun fer fram bikarúrslitaleikur Breiðabliks og FH á Laugardalsvelli. Þetta er fjórði bikarúrslitaleikur Blika í röð en liðið hefur tapað þremur í röð núna.

Er ekki kominn tími á að taka bikarinn heim í Kópavog núna?

„Við höfum komið hérna og tapað seinustu þrjú ár. Það er ansi erfitt. Við erum klárar í að fara alla leið í ár," sagði Agla María.

„Við snerum tapinu í fyrra upp í jákvætt með því að taka deildina. Það er alltaf ógeðslega gaman að spila hérna. Það er asnalegt að fara inn í leikinn og vera ekki með það markmið að vinna. Við munum að sjálfsögðu reyna að vinna en berum á sama tíma virðingu fyrir FH-ingum."

Blikar eru á toppnum í Bestu deildinni og eru núna í bikarúrslitum líka. Hópurinn er gríðarlega sterkur og vel mannaður, en það er hausverkur fyrir þjálfarann að velja liðið fyrir hvern leik.

„Klárt mál. Við erum með valda leikmenn í hverri stöðu og einn leikmenn sem eru að koma inn af bekknum. Það eru ekki öll lið sem búa við þann lúxus en það mun klárlega reynast okkur dýrmætt á laugardaginn að vera með þessa miklu breidd."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner