PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fim 14. ágúst 2025 22:41
Snæbjört Pálsdóttir
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll stal stigi á Sauðárkróksvelli í kvöld gegn Þrótti þegar þær náðu að jafna leikinn á 90. mínútu leiksins. 

Spurður um leikinn svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari liðsins: „Ótrúlega stoltur af stelpunum, voru svo frábærar og hérna, gerðu þessi svona grunngildi sem eru í fótbolta og öðrum íþróttum yfir höfuð að berjast og leggja sig fram og bara gefa allt í þetta. Þær voru algjörlega frábærar þar og til fyrirmyndar og ég er bara svo stoltur af þeim svona heilt yfir með þennan leik.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

Mikla athygli vakti að Brookelynn Paige Entz, fyrrum leikmaður Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeildinni var skráð í liðsstjórn hjá Tindastól á skýrslunni aðspurður hvort hann væri með einhverjar sögur af því svaraði Donni:

„Já ég er með þær svo sannarlega, það var þannig að við fengum til okkar Brookelynn Entz og hérna og Grindavík frábærir félagar okkar þeir, það var allt komið frá þeim og allir pappírar frá okkur, búið að skila öllu inn til knattspyrnusambandsins á mánudegi en mér skilst að þetta strandi á einhverjum stimpli frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar ef ég skil þetta rétt.“

„Þannig að þetta strandi á einhverri ríkisstofnun og að við getum ekki fengið leikmann sem er mættur á staðinn og búinn að æfa og kominn í gír sem er nottlega algjörlega sorglegt að þetta skuli taka svona langan tíma og þetta er eitthvað sem þarf að skoða, þetta er bara algjör fásinna og ef við erum alveg hreinskilin hérna ég og þú þá mundi þetta líklega ekki tíðkast, mögulega í karlaboltanum og mögulega í öðrum íþróttum sem við þekkjum ágætlega hérna á Sauðárkróki til dæmis.“

Leikmannahópur Tindastóls er ekki stór og lítið má útaf bregða, tveir leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld mega ekki spila í næsta leik, Guðrún Þóra er á láni frá Breiðablik og Hrafnhildur Salka verður í banni í eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið í kvöld. Spurður út í það: 

„Jú ég er bara spenntur og það hérna fá bara aðrar tækifæri, það komu hérna inn tveir leikmenn i dag sem hafa ekki mikið verið að spila í sumar og stóðu sig vel og við hérna vonumst til þess að þær æfi svo bara vel í vikunni fram að næsta leik og taki þá bara sín hlutverk sem þær fá.“


Athugasemdir
banner