Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
banner
   fim 14. ágúst 2025 22:41
Snæbjört Pálsdóttir
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Kvenaboltinn
Donni þjálfari Tindastóls
Donni þjálfari Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll stal stigi á Sauðárkróksvelli í kvöld gegn Þrótti þegar þær náðu að jafna leikinn á 90. mínútu leiksins. 

Spurður um leikinn svaraði Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari liðsins: „Ótrúlega stoltur af stelpunum, voru svo frábærar og hérna, gerðu þessi svona grunngildi sem eru í fótbolta og öðrum íþróttum yfir höfuð að berjast og leggja sig fram og bara gefa allt í þetta. Þær voru algjörlega frábærar þar og til fyrirmyndar og ég er bara svo stoltur af þeim svona heilt yfir með þennan leik.“


Lestu um leikinn: Tindastóll 1 -  1 Þróttur R.

Mikla athygli vakti að Brookelynn Paige Entz, fyrrum leikmaður Grindavíkur/Njarðvíkur í Lengjudeildinni var skráð í liðsstjórn hjá Tindastól á skýrslunni aðspurður hvort hann væri með einhverjar sögur af því svaraði Donni:

„Já ég er með þær svo sannarlega, það var þannig að við fengum til okkar Brookelynn Entz og hérna og Grindavík frábærir félagar okkar þeir, það var allt komið frá þeim og allir pappírar frá okkur, búið að skila öllu inn til knattspyrnusambandsins á mánudegi en mér skilst að þetta strandi á einhverjum stimpli frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar ef ég skil þetta rétt.“

„Þannig að þetta strandi á einhverri ríkisstofnun og að við getum ekki fengið leikmann sem er mættur á staðinn og búinn að æfa og kominn í gír sem er nottlega algjörlega sorglegt að þetta skuli taka svona langan tíma og þetta er eitthvað sem þarf að skoða, þetta er bara algjör fásinna og ef við erum alveg hreinskilin hérna ég og þú þá mundi þetta líklega ekki tíðkast, mögulega í karlaboltanum og mögulega í öðrum íþróttum sem við þekkjum ágætlega hérna á Sauðárkróki til dæmis.“

Leikmannahópur Tindastóls er ekki stór og lítið má útaf bregða, tveir leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld mega ekki spila í næsta leik, Guðrún Þóra er á láni frá Breiðablik og Hrafnhildur Salka verður í banni í eftir að hafa fengið 4 gula spjaldið í kvöld. Spurður út í það: 

„Jú ég er bara spenntur og það hérna fá bara aðrar tækifæri, það komu hérna inn tveir leikmenn i dag sem hafa ekki mikið verið að spila í sumar og stóðu sig vel og við hérna vonumst til þess að þær æfi svo bara vel í vikunni fram að næsta leik og taki þá bara sín hlutverk sem þær fá.“


Athugasemdir
banner
banner