Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 14:11
Elvar Geir Magnússon
Newcastle búið að semja um kaup á Ramsey
Mynd: EPA
Newcastle er nálægt því að krækja í Jacob Ramsey, miðjumann Aston Villa, fyrir um 40 milljóna punda.

Nú hafa samningar nást og bara á eftir að ganga frá formsatriðum. Þessi 24 ára leikmaður mun síðan gangast undir læknisskoðun á St James' Park.

Villa mætir Newcastle í hádeginu á laugardaginn í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ramsey skoraði 17 mörk í 167 leikjum fyrir Villa.

Newcastle hefur í sumar keypt vængmanninn Anthony Elanga frá Nottingham Forest og þá fékk félagið varnarmanninn Malick Thiaw frá AC Milan í vikunni.

Enski markvörðurinn Aaron Ramsdale gekk í raðir Newcastle á lánssamningi frá Southampton fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner