Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   fim 14. ágúst 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: ÍBV upp í Bestu deildina (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tryggði sér sæti í Bestu deildinni á næstu leiktíð í kvöld þegar liðið vann Keflavík á útivelli. Allison Grace Lowrey var hetja liðsins en hún skoraði bæði mörkin.

ÍBV er með ellefu stiga forystu á Grindavík/Njarðvík sem situr í 3. sæti þegar níu stig eru eftir í pottinum. ÍBV hefur náð ótrúlegum árangri en liðið hefur aðeins gert eitt jafntefli og tapað einum leik á tímabilinu.

Emma Nicole Phillips skoraði þrennu fyrir Grindavík/Njarðvík í sigri gegn KR. Sex stigum munar á HK, Grindavík/Njarðvík og Gróttu í 2.-4. sæti en öll liðin hrósuðu sigrum í kvöld.

Þá vann Afturelding kærkominn sigur í fallbaráttuslag gegn Fylki en liðin eru í mjög vondri stöðu.

Keflavík 0 - 2 ÍBV
0-1 Allison Grace Lowrey ('18 )
0-2 Allison Grace Lowrey ('55 , Mark úr víti)

Haukar 1 - 3 Grótta
0-1 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('2 )
0-2 Haylee Rae Spray ('18 )
0-3 Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('55 )
1-3 Rut Sigurðardóttir ('90 )

KR 1 - 4 Grindavík/Njarðvík
1-0 Katla Guðmundsdóttir ('5 )
1-1 Emma Nicole Phillips ('67 )
1-2 Emma Nicole Phillips ('70 )
1-3 Emma Nicole Phillips ('73 )
1-4 Tinna Harðardóttir ('76 )

HK 2 - 0 ÍA
1-0 Emilía Lind Atladóttir ('55 )
2-0 Loma McNeese ('80 )

Afturelding 2 - 1 Fylkir
0-1 Signý Lára Bjarnadóttir ('28 )
1-1 Katrín S. Vilhjálmsdóttir ('55 )
2-1 Hallgerður Kristjánsdóttir ('90 , Sjálfsmark)
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 18 16 1 1 78 - 15 +63 49
2.    Grindavík/Njarðvík 18 12 2 4 43 - 22 +21 38
3.    HK 18 12 1 5 49 - 29 +20 37
4.    Grótta 18 12 1 5 38 - 25 +13 37
5.    KR 18 9 1 8 45 - 43 +2 28
6.    Haukar 18 7 1 10 28 - 44 -16 22
7.    ÍA 18 6 3 9 26 - 36 -10 21
8.    Keflavík 18 4 4 10 23 - 30 -7 16
9.    Fylkir 18 2 2 14 21 - 58 -37 8
10.    Afturelding 18 2 0 16 12 - 61 -49 6
Athugasemdir
banner
banner
banner