Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gyökeres eða Sesko? - „Held að hann verði eins og Scamacca"
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: Arsenal
Sesko gekk í raðir Manchester United.
Sesko gekk í raðir Manchester United.
Mynd: Man Utd
Viktor Gyökeres og Benjamin Sesko eru tveir sóknarmenn sem eru gríðarlega spennandi núna þegar enska úrvalsdeildin er að hefjast. Gyökeres er mættur til Arsenal og Sesko er kominn í Manchester United.

Sesko var líka orðaður talsvert við Arsenal en þeir tóku Gyökeres á endanum. Rætt var um Gyökeres og Sesko með Gunnari Birgissyni og Jóni Kára Eldon í Enski boltinn hlaðvarpinu núna á dögunum.

Hver er að fara að skora fleiri mörk á tímabilinu, Gyökeres eða Sesko?

Að þessu var spurt í hlaðvarpinu og fór Gunnar þá að hlæja.

„Gyökeres, ég hugsa að hann endi í 31 marki," sagði Gunnar svo og skaut því svo inn að Sesko myndi skora 17 mörk.

„Ég held að hann verði eins og Scamacca sem fór í West Ham," sagði Jón Kári um Sesko, en Gianluca Scamacca kom í West Ham og floppaði algjörlega áður en hann gerði svo vel hjá Atalanta. „Næstu skipti hjá honum, hann verður frábær þar. Eins og gerðist hjá Scamacca," sagði Gunnar og bætti við:

„Ég held að það sé alveg klárt að ef Gyökeres skorar 20+ mörk, þá er síðasta púslið í þetta risastóra púsl hjá Arteta komið. Þá ætti niðurstaðan að vera á einn veg."

En hafið þið engar áhyggjur af því að Gyökeres muni floppa?

„Ég persónulega hef ekki nokkrar áhyggjur af því en fín spurning hjá þér samt," sagði Gunnar og tók Jón Kári undir það.

Sesko og Gyökeres mætast í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Arsenal og Man Utd eigast við á Old Trafford.
Enski boltinn - Núna ætlar Arsenal að elda
Athugasemdir