
Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Inter þegar liðið vann Atletico Madrid í undanúrslitum á æfingamóti í kvöld.
Inter náði þriggja marka forystu eftir 26 mínútna leik en Karólína skoraði þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu.
Inter náði þriggja marka forystu eftir 26 mínútna leik en Karólína skoraði þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu.
Liðin skiptust síðan á að skora en lokatölur urðu 5-2 fyrir Inter.
Inter mætir Juventus í úrslitum mótsins þann 17. ágúst. Fyrsti leikur liðsins á tímabilinu er bikarleikur gegn Genoa þann 22. ágúst.
Athugasemdir