Andri Lucas Guðjohnsen er mjög eftirsóttur en íslenski landsliðsframherjinn velur á milli Utrecht og Preston.
Andri Lucas er leikmaður Gent í Belgíu en belgíski blaðamaðurinn
Sacha Tavolieri greinir frá því að hann sé búinn að ræða við Preston og enska félagið lofar honum stóru hlutverki.
Andri Lucas er leikmaður Gent í Belgíu en belgíski blaðamaðurinn
Sacha Tavolieri greinir frá því að hann sé búinn að ræða við Preston og enska félagið lofar honum stóru hlutverki.
Utrecht er hins vegar talinn líklegri áfangastaður þar sem liðið er einu skrefi nær því að komast í Evrópukeppni. Liðið spilar gegn Zrinjski Mostar, sem sló Breiðablik úr leik, í umspili um sæti í Evrópudeildinni.
Kolbeinn Finnsson er leikmaður Utrecht og Stefán Teitur Þórðarson er leikmaður Preston.
Andri Lucas gekk til liðs við Gent frá Lyngby í Danmörku á síðasta ári fyrir tæpar þrjár milljónir evra. Hann hefur spilað 48 leiki fyrir belgíska liðið, skorað fimm mörk og lagt upp tvö.
Athugasemdir